Í Draumaheiminum

Ég fór einu sinni í atvinnuviðtal þar sem ég var beðinn um að lýsa því við hvað ég starfaði í draumaheiminum og hjá hvernig fyrirtæki.

Það mætti snúa þessu uppá í hvernig landi býrð þú í draumaheiminum og hvernig eru lífskjörin þín.

Í draumaheiminum mínum þá varð hrun eins og gerðist hér, en frekar en að hækka skatta og gjöld á almenning þá brugðust stjórnvöld öðruvísi við. Þau hækkuðu skattleysismörkin upp í 750 þús krónur, þetta skilaði sér þannig að fólkið í landinu gat gert upp skuldirnar sínar og komið sér út úr skuldasúpunni. Vel flestir héldu heimlunum sínum og áttu afgang til að bæta sín lífskjör. Fyrirtækin í landinu uxu þar sem að fólk átti afgang af sínum launum til að endurnýja bílinn sinn, stækka við sig húsnæði eða endurnýja húsnæðið sem að það bjó í, ferðast og njóta þess að vera til. Það fór af stað allsskonar innlend framleiðsla þar sem að ný fyrirtæki með færri 10 manns í vinnu fengu margvíslega skatta afslætti, en stærri fyrirtæki og stóra keðjur greiddu hlutfallslega meira til þjóðfélagsins. Ríkisjóður óx og dafnaði þar sem hagvöxtur var góður, innflutningur og útflutningur var í jafnvægi. Ríkið þurfti ekki að dæla út bótum til fólks þar sem að vel flestir attu nóg fyrir sig og sína. Þetta kom upp á móti þeim skattekjum sem að komu ekki inn frá þeim sem að voru með laun uppað 750 þús. Einnig skiluðu neysluskattar vel í kassann, og fyrirtæki sem stóðu vel skiluðu sínu til baka til þjóðfélagsins.

Þetta er ekki fullkomið frekar en annað en vekur mann til umhugsunar, er ekki til eitthvað betra en það sem að við búum við í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eðvald Sveinbjörnsson

Höfundur

Eðvald Sveinbjörnsson
Eðvald Sveinbjörnsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband