HÆTTIÐ ÞESSU VÆLI OG SKJÆLI.

Ennþá er maður að heyra fyrirsagnir eins og "haft er eftir Fjármálaráðherra, ég tel ólíklegt að Bretar og Hollendingar vilji semja aftur".

Auðvitað er ólíklegt að Bretar og Hollendigar vilji semja aftur þar sem að þessi samningur sem að Ríkisstjórnin er að leggja fyrir okkur er mjög góður fyrir Breta og Hollendinga en afleitur fyrir okkur. Það er ekki spurning um það að við þurfum að ganga frá þessu Icesave máli en það þarf að standa rétt að hlutunum.

Ríkistjórnin og Stjórnarandstaðan þurfa að fara að koma því inn í sinn þykka haus að flestum okkar er skítsama um þeirra flokkapólitík eins og staðan er núna. Eina leiðin til að fá einhvern botn í þetta er að fá hlutlausan aðila til að taka að sér að miðla málum. 

SKILABOÐ MÍN TIL RÍKISTJÓRNARINNAR OG STJÓRNARANDSTÖÐU ERU EINFÖLD, SKAMMIST YKKAR OG HÆTTIÐ ÞESSU VÆLI OG SKJÆLI UM HVER SAGÐI ÞETTA OG HVER GERÐI HITT OG VINNIÐI SAMAN AF ÞVÍ AÐ LEYSA ÞETTA ÓÞVERRA MÁL SEM AÐ ÞIÐ KOMUÐ OKKUR Í.

Þegar þið eruð búin að því þá getið farið að haga ykkur eins og óþægir skólakrakkar aftur og farið að kenna hvor öðrum um það sem að þið gerðuð ekki. Síðan í næstu kosningum þá farið þið í sparifötin og vonist til þess að við verðum búin að gleyma hversu illa þið eruð hæf til að takast á við nokkurn skapaðan hlut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eðvald Sveinbjörnsson

Höfundur

Eðvald Sveinbjörnsson
Eðvald Sveinbjörnsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband