1.3.2012 | 11:33
Horfa útfyrir kassann....
Komið verði til móts við þá verst stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2012 | 13:49
Í Draumaheiminum
Ég fór einu sinni í atvinnuviðtal þar sem ég var beðinn um að lýsa því við hvað ég starfaði í draumaheiminum og hjá hvernig fyrirtæki.
Það mætti snúa þessu uppá í hvernig landi býrð þú í draumaheiminum og hvernig eru lífskjörin þín.
Í draumaheiminum mínum þá varð hrun eins og gerðist hér, en frekar en að hækka skatta og gjöld á almenning þá brugðust stjórnvöld öðruvísi við. Þau hækkuðu skattleysismörkin upp í 750 þús krónur, þetta skilaði sér þannig að fólkið í landinu gat gert upp skuldirnar sínar og komið sér út úr skuldasúpunni. Vel flestir héldu heimlunum sínum og áttu afgang til að bæta sín lífskjör. Fyrirtækin í landinu uxu þar sem að fólk átti afgang af sínum launum til að endurnýja bílinn sinn, stækka við sig húsnæði eða endurnýja húsnæðið sem að það bjó í, ferðast og njóta þess að vera til. Það fór af stað allsskonar innlend framleiðsla þar sem að ný fyrirtæki með færri 10 manns í vinnu fengu margvíslega skatta afslætti, en stærri fyrirtæki og stóra keðjur greiddu hlutfallslega meira til þjóðfélagsins. Ríkisjóður óx og dafnaði þar sem hagvöxtur var góður, innflutningur og útflutningur var í jafnvægi. Ríkið þurfti ekki að dæla út bótum til fólks þar sem að vel flestir attu nóg fyrir sig og sína. Þetta kom upp á móti þeim skattekjum sem að komu ekki inn frá þeim sem að voru með laun uppað 750 þús. Einnig skiluðu neysluskattar vel í kassann, og fyrirtæki sem stóðu vel skiluðu sínu til baka til þjóðfélagsins.
Þetta er ekki fullkomið frekar en annað en vekur mann til umhugsunar, er ekki til eitthvað betra en það sem að við búum við í dag?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 22:25
Tala minna gera meira
Ekki einhliða innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2010 | 12:25
HÆTTIÐ ÞESSU VÆLI OG SKJÆLI.
Ennþá er maður að heyra fyrirsagnir eins og "haft er eftir Fjármálaráðherra, ég tel ólíklegt að Bretar og Hollendingar vilji semja aftur".
Auðvitað er ólíklegt að Bretar og Hollendigar vilji semja aftur þar sem að þessi samningur sem að Ríkisstjórnin er að leggja fyrir okkur er mjög góður fyrir Breta og Hollendinga en afleitur fyrir okkur. Það er ekki spurning um það að við þurfum að ganga frá þessu Icesave máli en það þarf að standa rétt að hlutunum.
Ríkistjórnin og Stjórnarandstaðan þurfa að fara að koma því inn í sinn þykka haus að flestum okkar er skítsama um þeirra flokkapólitík eins og staðan er núna. Eina leiðin til að fá einhvern botn í þetta er að fá hlutlausan aðila til að taka að sér að miðla málum.
SKILABOÐ MÍN TIL RÍKISTJÓRNARINNAR OG STJÓRNARANDSTÖÐU ERU EINFÖLD, SKAMMIST YKKAR OG HÆTTIÐ ÞESSU VÆLI OG SKJÆLI UM HVER SAGÐI ÞETTA OG HVER GERÐI HITT OG VINNIÐI SAMAN AF ÞVÍ AÐ LEYSA ÞETTA ÓÞVERRA MÁL SEM AÐ ÞIÐ KOMUÐ OKKUR Í.
Þegar þið eruð búin að því þá getið farið að haga ykkur eins og óþægir skólakrakkar aftur og farið að kenna hvor öðrum um það sem að þið gerðuð ekki. Síðan í næstu kosningum þá farið þið í sparifötin og vonist til þess að við verðum búin að gleyma hversu illa þið eruð hæf til að takast á við nokkurn skapaðan hlut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 10:56
Er ekki komið nóg af svartsýni?
Sælt veri fólkið.
Er ekki kominn tími til að þessir aðilar sem eru kosnir til að tala okkar máli og stjórna þessu landi hætti þessu svartsýnishjali og fari að líta í kringum sig. Við erum hér með gullið tækifæri til að ná að koma okkar sjónarmiðum áfram og ná betri samningum um þetta óþverra mál sem að er alfarið á ábyrgð nokkurra gráðugra aðila. Ef að ríkistjórnin ræður ekki við þetta þá á hún að leita sér hjálpar eða rétta öðrum málið til að klára það. Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál gerir ekkert annað en að flækja það frekar þar sem að útkoman úr henni veltur algjörlega á því hver spurningin er, og þar af leiðandi er hið eina rétta að fá hlutlausan aðila til að miðla málum.
Svo vil ég þakka Ólafi Ragnari Forseta okkar fyrir að vera eini maðurinn í okkar framvarðasveit sem að er að tala okkar máli og sér hvaða tækifæri við höfum hér.
Kveðja
Eðvald Sveinbjörnsson
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Eðvald Sveinbjörnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar