Er ekki komið nóg af svartsýni?

Sælt veri fólkið.

Er ekki kominn tími til að þessir aðilar sem eru kosnir til að tala okkar máli og stjórna þessu landi hætti þessu svartsýnishjali og fari að líta í kringum sig. Við erum hér með gullið tækifæri til að ná að koma okkar sjónarmiðum áfram og ná betri samningum um þetta óþverra mál sem að er alfarið á ábyrgð nokkurra gráðugra aðila. Ef að ríkistjórnin ræður ekki við þetta þá á hún að leita sér hjálpar eða rétta öðrum málið til að klára það. Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál gerir ekkert annað en að flækja það frekar þar sem að útkoman úr henni veltur algjörlega á því hver spurningin er, og þar af leiðandi er hið eina rétta að fá hlutlausan aðila til að miðla málum.

Svo vil ég þakka Ólafi Ragnari Forseta okkar fyrir að vera eini maðurinn í okkar framvarðasveit sem að er að tala okkar máli og sér hvaða tækifæri við höfum hér.

 

Kveðja

Eðvald Sveinbjörnsson


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

endurreisn efnahags á íslandi er ósköp einfalt mál
1. við drögum okkur úr öllum alþjóðlegu samstarfi, ss. sameinuðu þjóðunum, nató, alþjóðlegum félagsmálum eins og hvalveiðiráði og öðrum ráðum - - öllu alþjóðlegu samstarfi sem við erum að greiða fúlgur fjár í á hverju ári.

2. við frestum um ótiltekinn tíma öllu þróunarstarfi erlendis, höfum nóg með þróunarmál hér innanlands, þar með hættum við að greiða í þróunaraðstoð erlendis.

3. við lokum á allar greiðslur í sameiginlega sjóði erlendis.

4. lokum sendiráðum erlendis og seljum alla bústaði sem við eigum á erlendri grundu, öll sú vinna sem unnin er í þessum sendiráðum er hægt að framkvæma hér heima.

5. þetta allt er sett á HOLD þar til icesave er afgreitt

6. fjármunum sem sparast við þetta eru notaðir til að greiða upp skuldir, þar til við erum skuldlaus, þá greiðum við ekkert nema upp í skuldir.

7. drögum svona 80% úr umsvifum utanríkisráðuneytisins.

G (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eðvald Sveinbjörnsson

Höfundur

Eðvald Sveinbjörnsson
Eðvald Sveinbjörnsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband